Skólalok og sumarfrí

sumarNú fer síðasta starfsvika tónlistarskólans í hönd. Hefðbundin kennsla verður ekki, en kennarar hitta nemendur og fylgja þeim inn í sumarfrí með góðum ráðum og hvatningu. Einhverjar upptökur verða fyrir þá sem vilja og geta.

Vortónleikar Tónlistarskólans voru haldnir 17. – 19. maí, og eins og alltaf voru þeir vel heppnaðir og nemendur stóðu sig með stakri prýði. Aðsókn hefði mátt vera meiri, en kannski hafði gott veður einhver áhrif á hana.

Starfsfólk Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar þakkar öllum fyrir viðburðaríkan og góðan vetur. Gleðilegt sumar.

Skildu eftir svar