Verkfallsfréttir 4.11.2014

kenn Tvær vikur liðnar!

Enn bólar ekki á lausn í kjaradeilu tónlistarskólakennara við vinnuveitendur. Samningafundur í deilunni er boðaður á morgun miðvikudaginn 5. nóvember. Því miður virðist ekki mikil ástæða til bjartsýni en auðvitað vonum við að úr leysist sem fyrst því þetta ástand hefur mjög slæm áhrif á námsframvindu nemenda.

Foreldrar og nemendur eru hvattir til að láta í sér heyra til að þrýsta á um lausn deilunnar.

[spider_facebook id=“1″]

Verkfall tónlistarskólakennara!

tkennarar

Á morgun, miðvikudaginn 22. október, hefst verkfall tónlistarskólakennara í FT. Verkfallið, ef af verður, mun standa yfir þar til samningar hafa tekist við sveitarfélögin.Skólastjórar fara alla jafna ekki í verkfall, en mega ekki kenna.

Aðrir starfsmenn Tónlistarskólans verða ekki við störf.

Við vonum að sjálfsögðu að þetta ástand vari sem styst og hvetjum nemendur til að halda áfram æfingum og undirbúningi, því kennsla getur hafist með stuttum fyrirvara. Foreldrar og nemendur eru hvattir til að fylgjast með fréttum af gangi mála.

 

 

Kennsla hefst 1. september

Kennsla í Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 1. september, 2014. Kennarar munu hafa samband við nemendur og foreldra vikuna 25. – 29. ágúst og fara yfir stundaskrár og staðfesta innritun. Alltaf er opið fyrir umsóknir í skólann, en ekki er alltaf hægt að tryggja skólavist fyrir umsækjanda þegar í stað og fer hann þá á biðlista sem er reynt að halda eins stuttum og mögulegt er.

Sumarfrí

Þá er vetrarstarfi Tónlistarskólans nánast lokið. Vortónleikar voru haldnir 19. og 20. maí, og voru vel heppnaðir og vel sóttir.

Ekki þarf að sækja sérstaklega um áframhaldandi skólavist nemenda, en beiðni um allar breytingar á námi er æskilegt að berist til skólans fyrr en seinna. Þeir sem hyggja á að sækja um skólavist eru hvattir til að gera það sem allra fyrst því biðlisti er við skólann. Hlekkur á rafræna umsókn er hér á síðunni.

Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar!

Færnimat

Mikið hefur verið rætt og ritað um trommunám við Tónlistarskólann undanfarin ár. Einhverjum hefur þótt gæta misræmis í hverjir hafa verið teknir í trommunám við skólann. Á því eru eðlilegar skýringar, en kannski hefur ekki öllum fundist þær skýringar réttmætar.

Í framhaldi af því, og vegna sérkennilegrar umræðu sem hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum, en ekki alltaf við skólastjórnendur, hefur verið ákveðið að framvegis verði umsækjendur settir í inntökupróf eða færnimat ef þörf krefur.

Í raun og veru mun þetta gilda fyrir allar námsleiðir í skólanum og áskilur skólinn sér rétt til að hafna innritun nemenda á tiltekin hljóðfæri og/eða í söng, eftir því hvernig hver nemandi er metinn af kennara í viðkomandi grein.

Telur skólastjóri að þetta sé réttlátari aðferð en miða við tiltekinn aldur og verður þetta viðhaft frá og með næsta skólaári.

Minnt er á að sækja um skólavist sem fyrst vegna þess að nú þegar er biðlisti við skólann.

Vortónleikar 2014

Vortónleikar 2014 á Fáskrúðsfirði 19. maí og Stöðvarfirði 20. maí. Báðir tónleikarnir kl. 18
Vortónleikar 2014 á Fáskrúðsfirði 19. maí og Stöðvarfirði 20. maí. Báðir tónleikarnir kl. 18

Vortónleikar Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar verða haldnir mánudaginn 19. maí í Skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði og þriðjudaginn 20. maí í Stöðvarfjarðarskóla. Báðir tónleikarnir hefjast kl. 18

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn en yngri börn þurfa að vera í fylgd fullorðinna.

Landsmót SÍSL í Grindavík

Þátttakendur í landsmóti SÍSL í Grindavík
Þátttakendur í landsmóti SÍSL í Grindavík

Helgina 2. – 4. maí var landsmót A-sveita í Samtökum íslenskra skólalúðrasveita (SÍSL) haldið í Grindavík. Þátttakendur frá Tónlistarskólanum voru fjórir, Dagný Sól, Bjarki Þór, Bríet Irma og Anya Hrund.

Mótið heppnaðist mjög vel þó veðrið hefði mátt vera aðeins betra. 370 krakkar tóku þátt í mótinu. Æft var á fimm stöðum í bænum alla helgina og svo var kvöldskemmtun með þeim Sveppa og Villa á laugardagskvöldið og endaði svo mótið með frábærum tónleikum. Krakkarnir okkar voru mjög duglegir og skólanum sínum til mikils sóma. Við förum aftur!

Facebooksíða SÍSL

Heimasíða SÍSL

Nótuævintýri lokið

Það gekk á ýmsu þegar nemendur tóku þátt í Nótunni 2014. Forkeppnin fór fram 27. febrúar hjá TFS. Þar komust áfram þær Sara Rut Vilbergsdóttir, Selma Rut Ómarsdóttir og Marín Ösp Ómarsdóttir. Þær áttu að flytja sín lög á tónleikum í Hofi á Akureyri, 15. mars.sara

Eins og menn vita, þá hefur verið mjög ótrygg færð yfir fjöllin til Akureyrar og veðurútlit var ekki gott fyrir laugardaginn 15. mars, en þá ætluðu keppendur úr Fjarðabyggð og af Héraði aðsameinast í rútu til Akureyrar. Áætlað var að leggja af stað úr Fjarðabyggð kl. sjö að morgni og koma aftur að kveldi.

selmarin

Vegna veðurútlits var ákveðið að hætta við ferðina.

Í staðinn héldu þátttakendur til Egilsstaða þar sem atriðin þeirra voru tekin upp á myndband. Síðan voru þau klippt og send yfir internetið til Akureyrar og sýnd þar í Hofi. Þannig náðu öll atriðin inn og voru hluti af tónleikunum í Hofi.

En afskaplega svekkjandi að komast ekki norður. Gengur betur næst.

Nótan 2014

Fimmtudagskvöldið 27. febrúar kepptu 10 atriði um þátttöku í svæðiskeppni Nótunnar-uppskeruhátíðar Tónlistarskólanna, sem fram fer í Hofi á Akureyri    15. mars.

Tvö atriði voru valin til þátttöku, en eitt til vara. Það voru:

Sara Rut Vilbergsdóttir, söngur. Með þér (Bubbi Morthens)

notan2014c

Marín Ösp og Selma Rut Ómarsdætur, söngur. I see Fire (Ed Sheeran)

notan2014b

Og til vara, Anya Hrund Shaddock, söngur.  Án þín (Holland,Dozier, Holland, Þorsteinn Eggertsson)

notan2014a