Nýjar sóttvarnarreglur frá 3. nóvember

Á miðnætti 30. október tóku nýjar sóttvarnarreglur gildi þar sem kveðið er á um fjöldatakmarkanir og grímuskyldu. Í tónlistarskólanum höldum við kennslu nánast óbreyttri en leggjum ríka áherslu á sóttvarnir og hreinlæti. Nemendur eiga að mæta með sín eigin hljóðfæri í skólann eins og hægt er. Við reynum að halda tveggja metra fjarlægð en ef það er ekki hægt eiga nemendur og kennarar að vera með grímu. Þetta gildir ekki um yngri nemendur þ.e. 1. – 4. bekk grunnskóla. Hópastarf fellur niður í tónlistarskólanum þar á meðal kóræfingar.

Mig langar til að biðja alla um að fylgjast vel með fréttum, bæði á landsvísu en einnig frá aðgerðarstjórninni hér fyrir austan á heimasíðu Fjarðabyggðar en þar verða settar inn tilkynningar um þetta mál.

Nú pössum við okkur mjög vel. Höldum fjarlægð, notum grímur, þvoum hendur vel með sápu og vatni fyrir og eftir kennslustundir, notum spritt þess á milli og þrífum hljóðfærin.

Vöndum okkur og vinnum þetta saman.

Skildu eftir svar