Jólatónleikar

jolajolaNú eru síðustu kennsludagar á haustönn að renna sitt skeið og jólatónleikar framundan. Á Stöðvarfirði verða jólatónleikarnir þriðjudaginn 16. desember kl. 18 í Stöðvarfjarðarskóla. Á Fáskrúðsfirði verða tónleikarnir miðvikudaginn 17. desember kl. 18:00.

Aðalæfing fyrir tónleikana verða kl. 15:00 sama dag. Þar eiga allir sem taka þátt í tónleikunum að mæta.

Tónleikarnir verða með hefðbundnu sniði. Nemendur hafa verið mjög duglegir að æfa sig fyrir tónleikana, þó vissulega hefði verið gott að hafa heldur lengri undirbúningstíma. En allir gera sitt besta til að stemmningin verði góð og tónleikagestir fái notið fallegrar jólatónlistar.

Jólakveðjur

Skildu eftir svar