Opið hús á Fáskrúðsfirði

Opið hús var í Tónlistarskólanum á Fáskrúðsfirði 27. febrúar í tilefni að degi tónlistarskólanna. U.þ.b. 50 manns mættu í heimsókn.

Kaffihúsastemning var í skólanum og voru atriði sem keppa í Nótunni 2014 flutt fyrir gesti.

Þetta var mjög skemmtilegt kvöld og verður örugglega gert eitthvað svipað í framhaldinu.

Opið hús á Stöðvarfirði

Opið hús var hjá tónlistarskólanum á Stöðvarfirði í dag, á degi tónlistarskólanna og kom fjöldi fólks og skoðaði skólann, hlustaði á nemendur og spjallaði við kennara.

Jónatan Emil kom og lék á trommur.

Hér er lítið sýnishorn fengið að láni hjá Arnar Og SollaÞað er rétt og skilt að taka fram að gítarleikari hópsins var veikur og hljóp deildarstrumpurinn í skarðið fyrir hann.

 

 

Söngtónleikar í mars

Söngdeild Tónlistarskólans mun halda tónleika í lok mars, þar sem nemendur flytja mest íslenska tónlist. Hver nemandi flytur tvö lög en einnig syngja nemendur saman, tveir eða fleiri. Mest áhersla verður lögð á perlur popptónlistar síðustu og þessarar aldar. Á efnisskránni verða lög eins og: Kvöldsigling, Með þér, Kveðja, Minning um mann og mörg fleiri.

 

 

 

Jólatónleikar 2013

Senn líður að jólatónleikum og eru nemendur hvattir til að leggja hart að sér við æfingar svo tónleikarnir geti orðið sem bestir. Við verðum með þrenna jólatónleika. Mánudaginn 9. desember verða boðstónleikar hjá byrjendum á Fáskrúðsfirði. Miðvikudaginn 11. desember verða  tónleikar á Fáskrúðsfirði og fimmtudaginn 12. desember verða tónleikar á Stöðvarfirði.

Kór tónlistarskólans

Mánudagskvöldið 21. október, var haldin fjölskylduskemmtun til heiðurs forseta Íslands í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði. Þar var ýmislegt til skemmtunar og þar á meðal kór tónlistarskólans. Hann söng tvö lög á skemmtuninni og stóð sig frábærlega. Svo endurtók hann lögin þegar forsetinn kom í heimsókn í skólamiðstöðina. Mjög flottur kór.