Ályktun tónlistarkennara á Austurlandi

tkennararÁlyktun

Á fundi tónlistarkennara á Austurlandi, sem haldinn var á Reyðarfirði 6. nóvember 2014, var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Tónlistarkennarar á Austurlandi lýsa yfir þungum áhyggjum vegna stöðu kjaradeilu tónlistarskólakennara í FT við SNS. Ekkert virðist þokast í átt til samnings, en kröfur FT eru einfaldlega þær að launaþróun félagsmanna FT fylgi launaþróun annara félaga innan Kennarasambands Íslands. Svo virðist sem mikil áhrif Reykjavíkurborgar geri það að verkum að launanefnd sveitarfélaganna getur ekki komist að samkomulagi við FT. Rekstrarform tónlistarskóla í Reykjavík er gerólíkt því sem tíðkast víðast hvar annarsstaðar. Þar eru flestir tónlistarskólar reknir sem sjálfseignarstofnanir. Einnig er mikill munur á hlutfalli grunnskólanemenda í tónlistarnámi í Reykjavík og annarsstaðar á landinu. Þess vegna verður að setja spurningarmerki við að Reykjavíkurborg ráði ferðinni í samningaviðræðunum.

Verkfall tónlistarskólakennara hefur nú þegar varað í tvær vikur og er ástandið orðið grafalvarlegt. Líkur eru á því að heil önn hjá nemendum tónlistarskólanna fari í súginn og jafnvel að sumir nemendur hætti alfarið í tónlistarnámi.

Tónlistarkennarar á Austurlandi beina þeim tilmælum til sveitarstjórna/bæjarstjórna á Austurlandi að þau hlutist til um að viðræður verði til lykta leiddar strax og samningar gerðir í samræmi við jafnlaunastefnu sveitarfélaganna frá 24. mars 2002 þar sem segir í 31. grein:

„Launakjör skulu vera með þeim hætti að þau laði að hæft starfsfólk og haldi því í starfi. Starfsmenn skulu njóta svipaðra kjara og bjóðast í sambærilegum störfum annars staðar að teknu tilliti til kjara sem tíðkast fyrir sambærileg störf hjá sveitarfélögum og stofnunum sem reka ámóta starfsemi.“

Virðingarfyllst,

Tónlistarkennarar á Austurlandi:

 

Andrea Kissné Révfalvi Djúpivogur

Berglind Halldórsdóttir, Egilsstöðum

Berglind Ósk Agnarsdóttir, Fáskrúðsfirði

-charlesross- Egilsstaðir

Daníel Arason, Egilsstaðir

Drífa Sig, Fellabæ

Eyrún Eggertsdóttir, Neskaupstaður

Garðar Harðar Stöðvarfirði

Gillian Haworth, Reyðarfirði

Guðjón Magnússon, Reyðarfirði

Hildur Þórðardóttir, Neskaupstað

 

József Béla Kiss Djúpivogur

Margrét Lára Þórarinsdóttir, Egilsstöðum

Monica Vestervig, Reyðarfirði

Torvald Gjerde, Fellabæ

Tryggvi Hermannsson Egilsstöðum

Valdimar Másson, Fáskrúðsfirði

Zigmas Genutis Egilsstaðir

 

Ályktun FTA (1)

[spider_facebook id=“1″]

Skildu eftir svar