Allt komið í gang

Nú er vetrarstarfið í Tónlistarskólanum hafið af fullum krafti. Starfið verður með hefðbundnu sniði í vetur. Nemendur fá að fara úr tímum grunnskólans til að sækja tónlistartíma, ef allir eru því samþykkir. Kennt er á helstu hljóðfæri, píanó, gítar, trommur, strokhljóðfæri, blásturshljóðfæri auk söngs og tónfræði.

Nýr kennari tók til starfa hjá okkur nú í haust. Það er Suncana María Slamnig. Hún kennir á píanó, gítar, þverflautu og strokhljóðfæri.

Skildu eftir svar