Landsmót SÍSL í Grindavík

Þátttakendur í landsmóti SÍSL í Grindavík

Þátttakendur í landsmóti SÍSL í Grindavík

Helgina 2. – 4. maí var landsmót A-sveita í Samtökum íslenskra skólalúðrasveita (SÍSL) haldið í Grindavík. Þátttakendur frá Tónlistarskólanum voru fjórir, Dagný Sól, Bjarki Þór, Bríet Irma og Anya Hrund.

Mótið heppnaðist mjög vel þó veðrið hefði mátt vera aðeins betra. 370 krakkar tóku þátt í mótinu. Æft var á fimm stöðum í bænum alla helgina og svo var kvöldskemmtun með þeim Sveppa og Villa á laugardagskvöldið og endaði svo mótið með frábærum tónleikum. Krakkarnir okkar voru mjög duglegir og skólanum sínum til mikils sóma. Við förum aftur!

Facebooksíða SÍSL

Heimasíða SÍSL

Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar