Vortónleikar Tónlistarskólans verða haldnir dagana 17. – 19. maí. Þrennirt tónleikar verða haldnir eins og undanfarin ár. Tvennir á Fáskrúðsfirði og einir á Stöðvarfirði.
Tónleikar yngri nemenda á Fáskrúðsfirði verða haldnir þriðjudaginn 17. maí.
Tónleikar eldri nemenda á Fáskrúðsfirði verða haldnir miðvikudaginn 18. maí.
Tónleikar nemenda á Stöðvarfirði verða haldnir fimmtudaginn 19. maí.
Allir tónleikarnir hefjast klukkan 18:00. Allir eru velkomnir á tónleikana og er aðgangur ókeypis. Mælst er til þess að börn séu í fylgd forráðamanna.