Verkfalli FT lokið

Löngu og ströngu verkfalli Félags Tónlistarskólakennara er nú lokið. Verkfallið setti mjög stórt strik í reikninginn hjá tónlistarskólum í landinu og er okkar skóli engin undantekning.

Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar stefnir að því að halda jólatónleika eins og venjulega þó einungis tæpar þrjár vikur séu eftir af haustönninni. Nemendur sem ætla að taka þátt í tónleikunum þurfa að vera einstaklega duglegir að æfa sig til að tónleikarnir geti orðið sem bestir.

Skildu eftir svar