Sumarfrí

Þá er vetrarstarfi Tónlistarskólans nánast lokið. Vortónleikar voru haldnir 19. og 20. maí, og voru vel heppnaðir og vel sóttir.

Ekki þarf að sækja sérstaklega um áframhaldandi skólavist nemenda, en beiðni um allar breytingar á námi er æskilegt að berist til skólans fyrr en seinna. Þeir sem hyggja á að sækja um skólavist eru hvattir til að gera það sem allra fyrst því biðlisti er við skólann. Hlekkur á rafræna umsókn er hér á síðunni.

Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar!

Skildu eftir svar