Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tvenna tónleika í íþróttahúsinu á Egilsstöðum fimmtudaginn 29. október. Fyrri tónleikarnir eru ætlaðir börnum frá elstu börn leikskóla og yngri börn grunnskóla og hefjast kl. 15:30.
Seinni tónleikarnir hefjast kl. 18:00. Á efnisskránni eru verkin Blow Bright eftir Daníel Bjarnason, Klarinettkonsert eftir W.A. Mozart og sinfónía no. 4 eftir Tchaikovský.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og hvetjum við alla til að reyna að komast á tónleikana. Hér eru meiri upplýsingar.
Á efnisskránni er m.a. þessi fallegi klarinettkonsert eftir W.A. Mozart: