Heimsókn forseta Íslands

Nú stendur fyrir dyrum heimsókn frá forseta Íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni. Hann mun heimsækja skólamiðstöðina og skoða starfsemina. Kór tónlistarskólans mun flytja tvö lög við það tækifæri.

Á mánudagskvöldið 21. október, mun forsetinn afhenda hvatningarverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Kirkju- og Menningarmiðstöðinni á Eskifirði. Þar mun kór Tónlistarskólans koma fram ásamt fleiri nemendum tónlistarskólanna í Fjarðabyggð.

Athöfnin hefst kl. 19:30 og eru allir velkomnir.