Vortónleikar 2016

ton_h13Vortónleikar Tónlistarskólans verða haldnir dagana 17. – 19. maí. Þrennirt tónleikar verða haldnir eins og undanfarin ár. Tvennir á Fáskrúðsfirði og einir á Stöðvarfirði.

Tónleikar yngri nemenda á Fáskrúðsfirði verða haldnir þriðjudaginn 17. maí.

Tónleikar eldri nemenda á Fáskrúðsfirði verða haldnir miðvikudaginn 18. maí.

Tónleikar nemenda á Stöðvarfirði verða haldnir fimmtudaginn 19. maí.

Allir tónleikarnir hefjast klukkan 18:00. Allir eru velkomnir á tónleikana og er aðgangur ókeypis. Mælst er til þess að börn séu í fylgd forráðamanna.

Nótan 2016 – atriði á lokahátíð

anya_anton_horpu2Lokahátíð Nótunnar 2016 var haldin í Hörpu í Reykjavík á dögunum. Þar stóðu allir nemendur sig einstaklega vel og sýndu hvaða starf fer fram í tónlistarskólum landsins. Hér að neðan eru tenglar á myndir og myndbönd frá lokahátíðinni.

Hér má sjá myndbandsupptökur af öllum þeim 26 tónlistaratriðum sem flutt voru á lokahátíð NÓTUNNAR 2016. Um upptökurnar sáu Bjarki Sveinbjörnsson og Jón Hrólfur Sigurjónsson og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir. Tónlistarsafn Íslands er meðal dyggra samstarfsaðila Nótunnar – uppskeruhátíðar tónlistarskóla á Íslandi.

Hér eru myndir frá lokahátíð Nótunnar 2016.

Hér eru myndir frá verðlaunaafhendingu.

Hér eru myndir frá Hörpuhorni.

Anton og Anya unnu til verðlauna á Nótunni

anya_anton_horpu
Anya og Anton baksviðs í Hörpu

Anton Unnar Steinsson og Anya Hrund Shaddock kepptu í lokakeppni Nótunnar – uppskeruhátíðar tónlistarskólanna, fyrir hönd Tónlistarskólan Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. Það er skemmst frá því að segja að þau fengu verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í sínum flokki. Þau kepptu í flokknum grunnnám – samleikur.

Keppnin fer þannig fram að fyrst velja skólarnir sitt framlag, ýmist með keppni innan skólans eða með því að kennarar velja framlagið. Þá er haldin

harpa_verdlaun
Afhending viðurkenningarskjala í Hörpu. Allir þátttakendur.

landshlutakeppni, í okkar tilviki Norður- og Austurland. Atriðin sem eru valin í landshlutakeppnum fara síðan í lokakeppnina í Hörpu. Þar eru svo valin atriði sem skara fram úr í sínum flokki. Það er ekki sjálfgefið að komast svona langt því það krefst mikillar æfingar og elju að ná þessum árangri. Vonandi verður árangur þeirra hvatning til allra tónlistarnemenda við skólann.

Til hamingju með árangurinn Anya og Anton.

Nótan í Hörpu 10. apríl

notan_auglysing-page-001Sunnudaginn 10. apríl verður lokakeppni Nótunnar – uppskeruhátíðar tónlistarskólanna haldin í Hörpu. Þar koma þau Anton Unnar Steinsson og Anya Hrund Shaddock fram fyrir hönd Tónlistarskólans. Þau munu flytja lagið My favorite things e. Rodgers/Hammerstein.
Tónleikarnir sem þau koma fram á hefjast kl. 11:30. Við hvetjum alla til að mæta og hlusta á frábæra tónlistarnemendur.

Anya og Anton komust í lokakeppnina

anya_antonSvæðiskeppni fyrir Nótuna 2016 var haldin í Hofi á Akureyri 11. mars. Þau Anton Unnar Steinsson og Anya Hrund Shaddock kepptu fyrir hönd Tónlistarskólans. Þau fengu bæði viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur og þau munu svo keppa í lokakeppni Nótunnar 2016 í Hörpu í Reykjavík 10. apríl.

Til hamingju Anton og Anya!

Nótan 2016

Svæðiskeppni Nótunnar fyrir Austur- og Norðurland verður haldin í Hofi, Reykjavík, föstudaginn 11. mars. Tvennir tónleikar verða haldnir, þeir fyrri kl. 14 en þar koma fram nemendur á neðri námsstigum tónlistarskóla. Seinni tónleikarnir verða kl. 16 og þar koma fram nemendur á efri námsstigum. Keppninni lýkur með afhendingu viðurkenninga og verðlauna.

Tveir nemendur Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar koma fram á fyrri tónleikunum. Það eru þau Anya Hrund Shaddock og Anton Unnar Steinsson. Þau flytja eigin útsetningu af laginu My Favorite Things úr söngleiknum Sound of Music e. Rodgers og Hammerstein. Einnig mun Anya Hrund leika einleik á píanó, verkið One Summer’s Day e. Joe Hisaishi.

Sinfónían á ferð um Austurland

Slandshorna_kynningarmynd_frettinfóníuhljómsveit Íslands heldur tvenna tónleika í íþróttahúsinu á Egilsstöðum fimmtudaginn 29. október. Fyrri tónleikarnir eru ætlaðir börnum frá elstu börn leikskóla og yngri börn grunnskóla og hefjast kl. 15:30.

Seinni tónleikarnir hefjast kl. 18:00. Á efnisskránni eru verkin Blow Bright eftir Daníel Bjarnason, Klarinettkonsert eftir W.A. Mozart og sinfónía no. 4 eftir Tchaikovský.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og hvetjum við alla til að reyna að komast á tónleikana. Hér eru meiri upplýsingar.

Á efnisskránni er m.a. þessi fallegi klarinettkonsert eftir W.A. Mozart: