Nótuævintýri lokið

Það gekk á ýmsu þegar nemendur tóku þátt í Nótunni 2014. Forkeppnin fór fram 27. febrúar hjá TFS. Þar komust áfram þær Sara Rut Vilbergsdóttir, Selma Rut Ómarsdóttir og Marín Ösp Ómarsdóttir. Þær áttu að flytja sín lög á tónleikum í Hofi á Akureyri, 15. mars.sara

Eins og menn vita, þá hefur verið mjög ótrygg færð yfir fjöllin til Akureyrar og veðurútlit var ekki gott fyrir laugardaginn 15. mars, en þá ætluðu keppendur úr Fjarðabyggð og af Héraði aðsameinast í rútu til Akureyrar. Áætlað var að leggja af stað úr Fjarðabyggð kl. sjö að morgni og koma aftur að kveldi.

selmarin

Vegna veðurútlits var ákveðið að hætta við ferðina.

Í staðinn héldu þátttakendur til Egilsstaða þar sem atriðin þeirra voru tekin upp á myndband. Síðan voru þau klippt og send yfir internetið til Akureyrar og sýnd þar í Hofi. Þannig náðu öll atriðin inn og voru hluti af tónleikunum í Hofi.

En afskaplega svekkjandi að komast ekki norður. Gengur betur næst.

Skildu eftir svar