Nótan 2016

Svæðiskeppni Nótunnar fyrir Austur- og Norðurland verður haldin í Hofi, Reykjavík, föstudaginn 11. mars. Tvennir tónleikar verða haldnir, þeir fyrri kl. 14 en þar koma fram nemendur á neðri námsstigum tónlistarskóla. Seinni tónleikarnir verða kl. 16 og þar koma fram nemendur á efri námsstigum. Keppninni lýkur með afhendingu viðurkenninga og verðlauna.

Tveir nemendur Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar koma fram á fyrri tónleikunum. Það eru þau Anya Hrund Shaddock og Anton Unnar Steinsson. Þau flytja eigin útsetningu af laginu My Favorite Things úr söngleiknum Sound of Music e. Rodgers og Hammerstein. Einnig mun Anya Hrund leika einleik á píanó, verkið One Summer’s Day e. Joe Hisaishi.

Skildu eftir svar