Nótan 2015

Nú í vetur var ákveðið á vettvangi samstarfsaðila um Nótuna að ekki yrði landskeppni með sama sniði og undanfarin ár. Ástæðurnar eru margþættar, t.d. setti verkfall í haust starf í mörgum skólum í mikið uppnám og ekki allsstaðar hægt að vinda ofan af því. Fjármálin voru líka stór þáttur í þessari ákvörðun, ekki síst sú staðreynd að ekki fékkst styrkur til að halda keppnina í Hörpu.

Í framhaldi af þessari ákvörðun var ákveðið að þeir skólar á Austurlandi og Norðurlandi sem hefðu áhuga á að halda einhverskonar sameiginlega uppskeruhátíð myndu gera það. Nú er komið í ljós að þó nokkrir skólar hafa sýnt því áhuga og verða haldnir tónleikar í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði laugardaginn 14. mars. Tímasetning er ekki komin á hreint, en það fer eftir fjölda skóla sem taka þátt.

Skildu eftir svar