Kennsla hefst 1. september

Kennsla í Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 1. september. Kennsla verður með hefðbundnu sniði og geta flestir nemendur stundað námið á kennslutíma grunnskóla. Þannig verður skóladagurinn samfelldur. Þó eru hóptímar flestir eftir kennslutíma grunnskóla, s.s. kóræfingar, tónfræði, samspil og þess háttar.

Skildu eftir svar