Covid-19 eða Corona veiran

Eins og fram hefur komið og ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum hafa Almannavarnir lýst yfir neyðarstigi í viðbrögðum við Covid-19 veirunni.

Allir skólar hafa fengið tilmæli um viðbrögð til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar og er Tónlistarskólinn engin undantekning. Nú er gengið í gildi samkomubann en ennþá eru grunn- og leikskólar opnir. Ekki hefur verið sérstaklega rætt um tónlistarskóla en líkast til verða sömu reglur um þá og grunnskóla.

Við viljum biðja nemendur um að gæta fyllsta hreinlætis í Tónlistarskólanum sem og annarsstaðar. Allir nemendur EIGA að þvo hendur sínar mjög vel með vatni og sápu ÁÐUR en mætt er í tónlistartíma og líka eftir tímann. Nemendur eru hvattir til að nota sín eigin hljóðfæri ef það er mögulegt. Nemendur eiga ekki að leyfa öðrum að nota sín hljóðfæri og þá sérstaklega blásturshljóðfæri. Annars er almennt hreinlæti eins og tíður handþvottur og hósta og hnerra í olnbogabót best til að stemma stigu við veirunni.

Ef til lokunar Tónlistarskólans kemur munu kennarar vera í sambandi við nemendur í síma, tölvupósti eða með öðrum leiðum til að nemendur geti stundað heimaæfingar eins og mögulegt er og haldið sínu striki.

Smelltu hér til að komast á vef landlæknis þar sem eru upplýsingar um viðbrögð og góð ráð.

Skildu eftir svar