Greinasafn fyrir flokkinn: Óflokkað

Dagur tónlistarskólanna

Print2-page-001Þann 22. febrúar verður Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur víða um land. Ýmsar uppákomur eiga sér stað, mismunandi eftir skólum.

Í ár stendur til að hafa opið hús í Tónlistarskóla Fáskrúðs- og Stöðvarfjarðar. Þar munu kennarar og nemendur taka á móti gestum, sýna hljóðfæri, spila og syngja fyrir gesti og þeir sem keppa í Nótunni munu sýna listir sínar.

Nánari dagskrá verður kynnt síðar.

 

Vorönn 2014

Gleðilegt nýtt ár. Nú er árið 2014 gengið í garð með nýjum verkefnum.

Það sem er á döfinni á næstunni er sólarkaffi Leiknis. Þar munu einhverjir nemendur koma fram til að skemmta gestum.

Nótan er á næsta leiti og mega nemendur gjarnan fara að huga að því. Svæðistónleikarnir verða á Akureyri að þessu sinni. Valtónleikar verða hjá Tónlistarskólanum verða í lok febrúar. Nánari dagsetningar birtar síðar.

Heimsókn forseta Íslands

Nú stendur fyrir dyrum heimsókn frá forseta Íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni. Hann mun heimsækja skólamiðstöðina og skoða starfsemina. Kór tónlistarskólans mun flytja tvö lög við það tækifæri.

Á mánudagskvöldið 21. október, mun forsetinn afhenda hvatningarverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Kirkju- og Menningarmiðstöðinni á Eskifirði. Þar mun kór Tónlistarskólans koma fram ásamt fleiri nemendum tónlistarskólanna í Fjarðabyggð.

Athöfnin hefst kl. 19:30 og eru allir velkomnir.