Vegna veðurs hefur fyrri tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands verið aflýst. Gert er ráð fyrir að seinni tónleikarnir kl. 18 verði haldnir.
Category: Óflokkað
Sinfónían á ferð um Austurland
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tvenna tónleika í íþróttahúsinu á Egilsstöðum fimmtudaginn 29. október. Fyrri tónleikarnir eru ætlaðir börnum frá elstu börn leikskóla og yngri börn grunnskóla og hefjast kl. 15:30.
Seinni tónleikarnir hefjast kl. 18:00. Á efnisskránni eru verkin Blow Bright eftir Daníel Bjarnason, Klarinettkonsert eftir W.A. Mozart og sinfónía no. 4 eftir Tchaikovský.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og hvetjum við alla til að reyna að komast á tónleikana. Hér eru meiri upplýsingar.
Á efnisskránni er m.a. þessi fallegi klarinettkonsert eftir W.A. Mozart:
Vetrarfrí 23. og 26. október
Vetrarfrí verður í Tónlistarskólanum dagana 23. október og 26. október.
Gagnlegt kennslumyndband fyrir trommuleikara
Þetta er gott fyrir trommuleikara að eiga í handraðanum.
http://www.drumlessons.com/drum-lessons/live-lessons-archive/7-essential-drum-beats/
Kennaraþing – engin kennsla
Föstudaginn 11. september, verður kennaraþing tónlistarkennara á Austurlandi haldið á Hallormsstað. Þess vegna fellur kennsla niður í Tónlistarskólanum þann dag.
Kennsla hefst 1. september
Kennsla í Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 1. september. Kennsla verður með hefðbundnu sniði og geta flestir nemendur stundað námið á kennslutíma grunnskóla. Þannig verður skóladagurinn samfelldur. Þó eru hóptímar flestir eftir kennslutíma grunnskóla, s.s. kóræfingar, tónfræði, samspil og þess háttar.
Sumarfrí
Þá er Tónlistarskólinn kominn í sumarfrí. Kennsla hefst aftur 1. september. Þeir sem hafa áhuga á að stunda nám við skólann næsta skólaár eru hvattir til að sækja um skólavist sem fyrst. Sótt er um rafrænt með því að smella á hlekk hér á heimasíðu skólans.
Vortónleikar 2015
Hefðbundnir vortónleikar verða í Tónlistarskólanum 11. – 13. maí, 2015. Byrjendatónleikar verða á Fáskrúðsfirði mánudaginn 11. maí. Svo verða tónleikar á Fáskrúðsfirði þann, 12. maí og á Stöðvarfirði þann 13. maí.
Byrjendur og yngri nemendur 11. maí, kl. 18:00 í Skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði.
Vortónleikar 12. maí, kl. 19:30 í Skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði.
Vortónleikar 13. maí, kl. 18:00 í Stöðvarfjarðarskóla.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir, en mælst er til að yngri börn séu í fylgd foreldra.
Tónleikum frestað!
Vegna slæmrar veðurspár hefur tónleikum sem halda átti á Eskifirði á morgun laugardaginn 14. mars, verið frestað um óákveðinn tíma.
Skrautnótan 2015
Eins og fram hefur komið hér á vefnum, mun ekki fara fram hefðbundin Nóta líkt og undanfarin ár. Þess í stað eru haldnar Skrautnótur víða um land. Norður- og Austurland munu gera það laugardaginn 14. mars kl. 13 í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði. Þar koma koma nemendur frá átta tónlistarskólum og halda sameiginlega tónleika. Smellið á myndina til að sjá nánari upplýsingar.