Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Fréttir af skólastarfinu

Jólatónleikar og dagskrá fyrir jól

Nú er jólavertíðin að ná hámarki í Tónlistarskólanum. Jólatónleikar yngri nemenda og byrjenda verða á Fáskrúðsfirði 12. desember kl 18 Tónleikar verða á Stöðvarfirði 14. desember kl. 18 og á Fáskrúðsfirði 18. desember kl. 18.

Söngstubbar taka þátt í jólatónleikum Eyþórs Inga í Fáskrúðsfjarðarkirkju 1. desember og á aðventukvöldi í Fáskrúðsfjarðarkirkju 7. desember.

Grease

Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar setti upp söngleikinn Grease á árshátíð sinni á dögunum. Tónlistarskólinn sá um alla tónlist og tæknimál á árshátíðinni. Kennarar og nemendur Tónlistarskólans mynduðu hljómsveitir og sáu um undirleikinn. Einnig þjálfuðu kennarar Tónlistarskólans söngva og dans í hópatriðum. Þetta var mikill skóli og skilaði nemendum og áhorfendum miklu.

Mikið fjör.

Skólaárið 2017 – 2018 að hefjast

Nú stendur yfir innritun og skráning nemenda í Tónlistarskólann. Heldur fjölgar nemendum sem er gott. Þeir nemendur sem voru í námi við skólann á síðasta skólaári innritast sjálfkrafa á þetta skólaár. Ef einhverjar breytingar eiga að verða þarf að láta vita svo fljótt sem auðið er. Nýir nemendur sækja um skólavist rafrænt hér á heimasíðu skólans.

Kennarar við skólann verða fjórir í vetur. Það eru Berglind Ósk Agnarsdóttir, Suncana Slamnig, Charles Ross og Valdimar Másson, skólastjóri.

Boðið er  upp á kennslu á flest öll hljóðfæri.

Anya Hrund vann Nótuna 2017

Sunnudaginn 2. apríl 2017 fór lokakeppni Nótunnar 2017 fór fram. Frábærir tónlistarnemendur komu fram á þessum tónleikum en okkar frábæra Anya Hrund Shaddock kom, sá og sigraði á sunnudaginn. Hún flutti verkið Clair de lune eftir Claude Debussy með eftirminnilegum hætti og stóð uppi sem handhafi Nótunnar 2017. Kennarar tónlistarskólans eru verulega stoltir af henni og óska henni til hamingju.

Hér fyrir neðan er hlekkur á myndband með flutningi Önyu á lokahátíðinni.

Allt komið í gang

Nú er vetrarstarfið í Tónlistarskólanum hafið af fullum krafti. Starfið verður með hefðbundnu sniði í vetur. Nemendur fá að fara úr tímum grunnskólans til að sækja tónlistartíma, ef allir eru því samþykkir. Kennt er á helstu hljóðfæri, píanó, gítar, trommur, strokhljóðfæri, blásturshljóðfæri auk söngs og tónfræði.

Nýr kennari tók til starfa hjá okkur nú í haust. Það er Suncana María Slamnig. Hún kennir á píanó, gítar, þverflautu og strokhljóðfæri.

Skólalok og sumarfrí

sumarNú fer síðasta starfsvika tónlistarskólans í hönd. Hefðbundin kennsla verður ekki, en kennarar hitta nemendur og fylgja þeim inn í sumarfrí með góðum ráðum og hvatningu. Einhverjar upptökur verða fyrir þá sem vilja og geta.

Vortónleikar Tónlistarskólans voru haldnir 17. – 19. maí, og eins og alltaf voru þeir vel heppnaðir og nemendur stóðu sig með stakri prýði. Aðsókn hefði mátt vera meiri, en kannski hafði gott veður einhver áhrif á hana.

Starfsfólk Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar þakkar öllum fyrir viðburðaríkan og góðan vetur. Gleðilegt sumar.