Anton og Anya unnu til verðlauna á Nótunni

anya_anton_horpu
Anya og Anton baksviðs í Hörpu

Anton Unnar Steinsson og Anya Hrund Shaddock kepptu í lokakeppni Nótunnar – uppskeruhátíðar tónlistarskólanna, fyrir hönd Tónlistarskólan Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. Það er skemmst frá því að segja að þau fengu verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í sínum flokki. Þau kepptu í flokknum grunnnám – samleikur.

Keppnin fer þannig fram að fyrst velja skólarnir sitt framlag, ýmist með keppni innan skólans eða með því að kennarar velja framlagið. Þá er haldin

harpa_verdlaun
Afhending viðurkenningarskjala í Hörpu. Allir þátttakendur.

landshlutakeppni, í okkar tilviki Norður- og Austurland. Atriðin sem eru valin í landshlutakeppnum fara síðan í lokakeppnina í Hörpu. Þar eru svo valin atriði sem skara fram úr í sínum flokki. Það er ekki sjálfgefið að komast svona langt því það krefst mikillar æfingar og elju að ná þessum árangri. Vonandi verður árangur þeirra hvatning til allra tónlistarnemenda við skólann.

Til hamingju með árangurinn Anya og Anton.

Skildu eftir svar