Jólatónleikar og dagskrá fyrir jól

Nú er jólavertíðin að ná hámarki í Tónlistarskólanum. Jólatónleikar yngri nemenda og byrjenda verða á Fáskrúðsfirði 12. desember kl 18 Tónleikar verða á Stöðvarfirði 14. desember kl. 18 og á Fáskrúðsfirði 18. desember kl. 18.

Söngstubbar taka þátt í jólatónleikum Eyþórs Inga í Fáskrúðsfjarðarkirkju 1. desember og á aðventukvöldi í Fáskrúðsfjarðarkirkju 7. desember.

Grease

Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar setti upp söngleikinn Grease á árshátíð sinni á dögunum. Tónlistarskólinn sá um alla tónlist og tæknimál á árshátíðinni. Kennarar og nemendur Tónlistarskólans mynduðu hljómsveitir og sáu um undirleikinn. Einnig þjálfuðu kennarar Tónlistarskólans söngva og dans í hópatriðum. Þetta var mikill skóli og skilaði nemendum og áhorfendum miklu.

Mikið fjör.