Landsmót SÍSL í Grindavík

Þátttakendur í landsmóti SÍSL í Grindavík
Þátttakendur í landsmóti SÍSL í Grindavík

Helgina 2. – 4. maí var landsmót A-sveita í Samtökum íslenskra skólalúðrasveita (SÍSL) haldið í Grindavík. Þátttakendur frá Tónlistarskólanum voru fjórir, Dagný Sól, Bjarki Þór, Bríet Irma og Anya Hrund.

Mótið heppnaðist mjög vel þó veðrið hefði mátt vera aðeins betra. 370 krakkar tóku þátt í mótinu. Æft var á fimm stöðum í bænum alla helgina og svo var kvöldskemmtun með þeim Sveppa og Villa á laugardagskvöldið og endaði svo mótið með frábærum tónleikum. Krakkarnir okkar voru mjög duglegir og skólanum sínum til mikils sóma. Við förum aftur!

Facebooksíða SÍSL

Heimasíða SÍSL

Skildu eftir svar